Vörur

Hveitigras

Supreme Green Matcha

Bakaðar Baunir

Speltvöfflur m/hunangi

Svartar ólífur

Pastasósa m/basiliku

Tómatar Semisecchi í ólífuolíu

Hrásykur

Hrísflögur

Tómatsúpa m/chilipipar

Lemon, ginger & manuka honey

Lemon & mandarin w/lemon verbena

Túrmerik

Kjúklingabaunir, þurrkaðar

Mórber

Three Mint

Greinar

Bananabrauð

Bananabrauð er svo dásamlega gott með helgarkaffinu. Þessi uppskrift er vegan (hvorki egg né mjólkurvörur) og við notum fínt og gróft spelt til helminga, svo það er passlega gróft. Og vegna þess að við erum í miklu sælkera stuði bætum við súkkulaðibitum í brauðið og þá er það eiginlega orðið að köku. Nammms! Við skreyttum með banana og möndlum ofan á, en það er ekki nauðsynlegt. Möndlurnar ristast við baksturinn og verða rosalega góðar. Bananinn gefur svona grillað bananabragð, sem minnir á fallegt sumarkvöld. 
Nánar
Greinar

Páskaís

Hvað er betra en ljúffengur ís eftir góða páskamáltíð? Hér höfum við uppskrift frá Sollu að ljúffengum súkkulaðihnetuís, sem er tilvalinn í páskaveisluna.
Nánar
Greinar

Heimagerð páskaegg

Fyrir ykkur sem langar að búa til heimagerð páskaegg eru hér fínar leiðbeiningar. Stór kostur við að föndra sitt eigið egg er að við getum sjálf valið okkar uppáhalds góðgæti til að setja inn í eggin. Ef ykkur þykir gott að maula hnetur og rúsínur með góðu súkkulaði, þá er upplagt að fylla eggið af slíku góðgæti. Svo getum við valið súkkulaði sem höfðar vel til okkar. Við mælum að sjálfsögðu með Himneska súkkulaðinu, sem er hágæðavara úr lífrænni ræktun með fairtrade vottun.
Nánar
Greinar

Súkkulaðikaka - vegan

Hafið þið prófað að nota eplamús/eplamauk í kökubakstur? Hér notum við eplamauk til að gefa aukna mýkt og gott bragð í þessa ljúffengu súkkulaðiköku. Hún er svona millistig af brownie og súkkulaðiköku, sæt og mjúk og þarf ekkert krem. En er frábær með smávegis kókosmjöli ofan á. Það vill svo skemmtilega til að þessi gómsæta kaka er vegan.
Nánar
Greinar

Súkkulaði og hindberjasmoothie

Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi. 
Nánar
Greinar

Brownies með súkkulaðikremi

Þessar dásamlegu brownies er frábært að eiga tilbúnar í fyrstinum eða kæli og bera fram þegar gesti ber að garði, eða bara með góðum kaffibolla á fallegum eftirmiddegi. Ekki eru þær síðri með ferskum berjum og þeyttum rjóma/kókosrjóma. Mmmm...
Nánar
Greinar

Ofnbakaðar falafelbollur

Hvernig væri að bjóða upp á gómsætar falafel bollur á bolludaginn? Hefðbundnar falafelbollur eru djúpsteiktar, en við kjósum að baka okkar bollur í ofninum, til að halda hollustunni alla leið. Einnig má steikja bollurnar á pönnu, en þá er best að velta þeim fyrst upp úr mjöli, t.d. smá spelti, möluðu haframjöli eða maísmjöli. Falafel bollur eru frábærar með góðri tahinisósu og salati. Tilvalið að bera fram með góðu pítubrauði eða í vefju.
Nánar

Instagram#himnesktsolla